
Gagnageymslan forsniðin
1 Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
Skrifstofa
>
Skráastjórn
.
2 Veldu gagnageymsluna.
3 Veldu
Valkostir
>
Forsníða gagnageymslu
. Ekki skal forsníða
gagnageymsluna með tölvuhugbúnaði, það getur dregið úr afköstum hennar.
Þegar gagnageymslan er endurforsniðin er öllum gögnum eytt úr henni varanlega.
Taka skal öryggisafrit af gögnum sem á að geyma áður en gagnageymslan er
forsniðin. Nota má Nokia Ovi Suite til að taka öryggisafrit af gögnum á samhæfri
tölvu. Stafræn réttindi (DRM) geta komið í veg fyrir að sum afrituð gögn verði sett
upp aftur. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um þau stafrænu réttindi sem
gilda um efnið.
Ekki er tryggt að öllum trúnaðarupplýsingum sem vistaðar eru í gagnageymslu
tækisins sé varanlega eytt þó að hún sé forsniðin. Við venjulegt forsnið er forsniðið
rými aðeins merkt sem tiltækt pláss og vistfangi til að finna skrárnar á ný er eytt.
Það kann að vera hægt að endurheimta forsniðin eða jafnvel yfirskrifuð gögn með
til þess gerðum tækjum og hugbúnaði.