Nokia X6 00 - Aukin ending rafhlöðu

background image

Aukin ending rafhlöðu

Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar. Til

að spara rafhlöðuna skaltu hafa eftirfarandi í huga:

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í

bakgrunni, meðan aðrar aðgerðir eru notaðar, krefjast aukinnar rafhlöðuorku.

Slökkva skal á Bluetooth-tækninni þegar ekki er þörf fyrir hana.

Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í

bakgrunni, meðan aðrar aðgerðir eru notaðar, krefjast aukinnar rafhlöðuorku.

Slökkt er á þráðlausum staðarnetum þegar þú ert ekki að reyna að tengjast eða

ert ekki með tengingu við aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til að

spara rafhlöðuna enn frekar er hægt að stilla tækið þannig að það leiti ekki eða

leiti sjaldnar að tiltækum netkerfum í bakgrunninum.

Ef þú hefur stillt

Pakkagagnatenging

á

Ef samband næst

í tengistillingum og

ekkert pakkagagnasamband (GPRS) er til staðar reynir tækið reglulega að koma

á pakkagagnatengingu. Til að lengja starfhæfan tíma tækisins velurðu

Pakkagagnatenging

>

Ef með þarf

.

Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum þegar þú ferð á ný svæði á

kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að koma í veg fyrir sjálfvirkt

niðurhal á nýjum kortum.

Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur á þínu svæði verður tækið

reglulega að leita að tiltækum símkerfum. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í símkerfisstillingum leitar tækið að

UMTS-símkerfinu. Hægt er að stilla tækið til að nota eingöngu GSM-símkerfið.

Til að nota bara GSM-símkerfið velurðu

Valmynd

>

Stillingar

og

Tengingar

>

Símkerfi

>

Símkerfi

>

GSM

.

Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í skjástillingunum er hægt að velja eftir

hve langan tíma baklýsingin slekkur á sér og stilla ljósnemann sem greinir

26 Hjálp

background image

birtuskilyrði og aðlagar skjábirtuna í samræmi við þau. Veldu

Valmynd

>

Stillingar

og

Sími

>

Skjár

>

Tímamörk ljósa

eða

Birtuskynjari

.

Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku. Til að loka forritum

sem eru ekki í notkun skaltu halda valmyndartakkanum inni, velja

Valkostir

>

Sýna opin forrit

og fletta að forritinu með valmyndartakkanum. Ýttu á

valmyndartakkann, haltu honum inni og veldu

Hætta

.