
Kortayfirlit
Veldu
Valmynd
>
Kort
.
Velkomin/n í Kort.
Korr sýna þér hvað er í nágrenninu, auðvelda þér að skipuleggja ferðina og leiðbeinir
þér á ákvörðunarstað.
•
Finndu borgir, götur og þjónustu.
•
Finndu leiðina með leiðsögn skref fyrir skref.
•
Samstilltu uppáhaldsstaði þína á milli farsímans og Ovi Maps
internetþjónustunnar.
•
Skoðaðu veðurfréttir og aðrar upplýsingar úr nágrenninu, ef þær eru í boði.
104 Kort

Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og kortum, gervihnattamyndum,
hljóðskrám eða umferðarupplýsingum getur verið um mikinn gagnaflutning að
ræða (sérþjónusta).
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera
eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónusturnar kunna að vera háðar netkerfi.
Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei
skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu
tæki.
Efni á borð við gervihnattarmyndir, leiðbeiningar, veður- og umferðarupplýsingar
og tengd þjónusta er útbúin af þriðju aðilum sem tengjast ekki Nokia. Efnið kann
að vera ónákvæmt og ófullnægjandi að einhverju leyti og veltur á framboði. Aldrei
skal treysta eingöngu á fyrrgreint efni og tengda þjónustu.