
Stillingar fyrir aukabúnað
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
og
Sími
>
Aukabúnaður
.
Sum tengi fyrir aukabúnað sýna hvaða tegund búnaðar er tengd við tækið.
Veldu aukabúnað og svo úr eftirfarandi:
Sjálfvalið snið — Veldu sniðið sem nota skal í hvert skipti sem tiltekinn samhæfur
aukahlutur er tengdur við tækið.
Sjálfvirkt svar — Stilltu tækið svo það svari innhringingu sjálfkrafa eftir fimm
sekúndur. Ef hringitónninn er stilltur á
Pípa einu sinni
eða
Án hljóðs
er slökkt á
sjálfvirkri svörun.
Ljós — Stilltu ljósin svo þau lýsi áfram að biðtíma loknum.
Það fer eftir aukabúnaðinum hvaða stillingar er hægt að velja.
160 Stillingar

Til að breyta stillingum fyrir sjónvarpsúttak velurðu
Sjónvarp út
og svo úr
eftirfarandi:
Sjálfvalið snið — Veldu snið sem er notað í hvert skipti sem Nokia Video-tengisnúra
er tengd við tækið.
Skjástærð sjónvarps — Veldu skjáhlutfall sjónvarpsins.
Sjónvarpskerfi — Veldu hliðræna (analog) myndmerkiskerfið sem er samhæft
sjónvarpinu.
Flöktsía — Til að bæta myndgæðin á sjónvarpsskjánum velurðu
Kveikja
. Ekki er
víst að flöktsían dragi úr flökti á öllum sjónvarpsskjám.